Hafnarfjarðarbær 110 ára

0
180

Þann 1. júní sl. fagnaði Hafnarfjarðarbær 110 ára afmæli sínu, en bærinn er samt sem áður einn elsti þekkti byggðarkjarni á landinu. Þessara tímamóta sér víða stað í bænum í sumar m.a. með athygliverðri afmælissýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun bæjarins.

Nú í vor eru 30 ár liðin síðan sýningarsalir Hafnarborgar voru teknir í notkun. Fróðlegasta sýning, en Hafnarborg er steinsnar frá Fjörukránni og Hótel Viking.

Þá fagnar Byggðasafn Hafnarfjarðar 65 ára afmæli sínu í ár með stórskemmtilegri sýningu um þróun byggðar og mannlífs í byrjun síðustu aldar. Mælum eindregið með göngutúr þangað. Ef þið röltið Strandgötuna til enda rekist þið á Byggðasafnið á mótum hennar og Reykjavíkurvegar.

SHARE
Previous articleHM – æðið