Fjörukráin

0
134

Fjörukráin skiptist í nokkra sali og getur tekið um 350 gesti í mat. Eldhúsið er opið fyrir matargesti frá kl. 18:00-22:00 alla daga en barinn er oft opinn lengur. Valhöll (Fjaran) er lítill og kósý staður í næst elsta húsi Hafnarfjarðar og tekur um 40 manns.  Fjörukráin Hann er skreytt með yfir 100 uppstoppuðum dýrum. Þar er líka að finna 1200 lítra fiskabúr sem er fyrir ofan 16 metra langan útskorinn bar. Veggir eru skreyttir víkingamunum og myndum eftir Hauk Halldórsson. Allur tréskurður er unnin af íslenskum handverksmönnum. Eins hafa erlendir útskurðarmenn lagt okkur lið við útskurð á skreytingum og skurðgoðum. Freyjuhofið er sá hluti hússins sem er stolt okkar. Þar er glæsilegur salur með mikilli lofthæð. Hann er tileinkaður Freyju og þar ríkir ást og friður innan um stórkostleg listaverk í myndum, útskurði og öðru skrauti. Þar er einnig að finna Þrymskviðu í myndformi eftir Hauk Halldórsson og útskornar Freyjumyndir. Boðið er uppá okkar margrómuðu Víkingaveislur öll kvöld vikunnar, auk þess sem gestir geta valið af sérréttarseðli. Starfsfólkið er klætt upp í víkingabúninga og einnig eru söngvarar flest kvöld sem ganga um á milli borða og syngja og spila á gítar á meðan að borðhaldi stendur.
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

SHARE
Previous articlefrétt
Next articleHótel Víking