HM – æðið

0
2556

Tveir góðir saman í Rússlandi – Jói Fjörugoði og Halldór Einarsson í Henson.

Það er virkilega gott að hlaða batteríin á Hótel Viking í vistlegum og vel búnum herbergjum og gleyma skarkala hverdagsins. Ef þú hefur hins vegar áhuga á fófbolta og HM, sýnum við leiki mótsins í veitingasalnum á bak við móttökuna og stutt er að ná í veitingar á barnum í Fjörukránni.

Ef þig langar að komast í alvöru stemningu með innfæddum, þá er aðeins 5 mínútna rölt niður á Thorsplan í miðbæ Hafnarfjarðar, þar sem komið hefur verið fyrir risaskjá á torginu. Og ef þig langar að gera þig gildandi innan um Gaflarana, þá er gott að muna að Gylfi Sigurðsson, einn aðalspaðinn í Íslenska landsliðinu, er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur og spilaði sín fyrstu ár í bænum. Foreldar hans eru Sigurður Aðalsteinsson, sem þótti liðtækur fótbboltamaður og Margrét kona hans. Amma Gylfa var Hulda Sigurðardóttir, sem kom mikið við sögu í einni af bókum Þórbergs Þorðarsonar sem Viðfjarðar-Skotta.