Veitingastaðir - Valhöll & Fjörugarðurinn
Fjörugarðurinn er opinn fyrir matargesti frá kl. 18:00-22:00 alla daga en þá lokar eldhús staðarins. Barinn er hins vegar opin til 01.00 öll kvöld vikunnar. Boðið er uppá okkar margrómuðu Víkingaveislur öll kvöld vikunnar, auk þess sem gestir geta valið af sérréttarseðli. Fjörugarðurinn tekur auðveldlega 350 manns í sæti. Valhöll/Fjaran er lítill og kósý staður sem er einnig opin frá kl 18:00-22:00 alla daga vikunnar. Þar komast 36 manns í sæti á neðri hæðina en 12 á efri hæðina. Flest kvöld erum við með víkinga sem syngja fyrir matargesti. Lestu meira hér um Fjörugarðinn
Hótel Víking
Á Hótel Víking eru 42 vel búin og glæsileg herbergi með sturtu, salerni, kaffivél, hárþurrku, sjónvarpi og þráðlausu interneti sem er frítt fyrir hótelgesti.  Í anddyri hótelsins er tölva með aðgang að netinu til afnota fyrir gesti. Nýlega voru byggð 14 víkinga hús sem eru staðsett á móti hótelinu. Í víkingahúsin komast frá tveimur uppí sex einstaklingar.
Lestu meira um hótelið
Hlið Fisherman´s Village
Á Hliði á Álftanesi erum við bæði með gistingu og veitingastað. Þar eru átta hergbergi sem taka tvo til 4 einstaklinga hvert. Öll herbergin hafa sitt eigið baðherbergi, sjónvarp og þráðlaust internet. Veitingastaðurinn er opinn fyrir hópa frá 20-50 manns og er þá opinn frá kl 18:00 til 23:00 á virkum dögum en 01:00 um helgar. Fyrir stóra hópa bjóðum við uppá lifandi skemmtun. Hlið er staðsett við sjóinn og er útsýnið þar mjög fallegt.              
Lestu meira um Fjöruna